Hluti af þeim endurbótum sem unnið er að við Sundlaug Akureyrar er bætt aðstaða fyrir fatlaða og fólk með sérþarfir. Þetta kemur fram í frétt Vikudags. Um er að ræða fjölnota klefa, stóran og rúmgóðan.
Tilkoma klefans á að gera flestum ef ekki öllum kleift að heimsækja laugina samkvæmt Ingibjörgu Isaksen formanni umhverfis- og mannvirkjaráðs bæjarins. Hún segir að bærinn leggi mikla áherslu á að aðgengismál séu í lagi og því hafi verið unnið að því að gera sundlaugina eins aðgengilega öllum og hægt er, meðal annars með því að setja laugina í sömu hæð, þ.a.e.s, sleppa tröppum þar sem það er hægt.
UMMÆLI