Reiði hjá KA/Þór sem segja málinu ekki lokið af sinni hálfuMynd: ka.is/Egill Bjarni

Reiði hjá KA/Þór sem segja málinu ekki lokið af sinni hálfu

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli Handknattleiksdeildar Stjörnunnar gegn Handknattleikssambandi Íslands og kvennaráði KA/Þórs og mun leikur Stjörnunnar og KA/Þórs, sem spilaður var 13. febrúar, leikinn aftur vegna mistaka á ritaraborði Garðbæinga. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Kaerumal-nr.-1-2021-1.pdf (hsi.is)

KA/Þór hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins sem birtist á vef RÚV í dag. KA/Þór segir málinu ekki lokið af sinni hálfur og lýsa yfir mikili óánægju með niðurstöðuna.

Yfirlýsing KA/Þór:

Að kæra sjálf­an sig og græða á því
Flest­um er kunn­ugt um máls­at­vik í leik Stjörn­unn­ar og KA/Þ​ór sem fram fór í Olís­deild kvenna í fe­brú­ar. KA/Þ​ór vann leik­inn 27-26. Eft­ir leik­inn kom í ljós að einu marki hefði verið oftalið hjá KA/Þ​ór og úr­slit leiks­ins því 26-26. Eft­ir tvo mánuði af mála­ferl­um er kom­in niðurstaða frá áfrýj­un­ar­dóm­stól HSÍ að leik­inn skuli end­ur­taka. KA/Þ​ór hef­ur reynt eft­ir bestu getu að reka ekki málið í fjöl­miðlum og senda frá sér pistla á meðan máli stend­ur en get­ur ekki orða bund­ist eft­ir þessa ótrú­legu niður­stöðu.

At­vikið ger­ist í stöðunni 17-12 í fyrri hálfleik
All­ur síðari há­fl­leik­ur­inn, allt upp­legg í sókn­um – þá sér­stak­lega á loka­sókn­um leiks­ins miðast út frá stöðunni sem all­ir í hús­inu héldu að væri. Að hanga á bolta, spila langa sókn, drífa sig til baka og taka ekki frá­köst og svo fram­veg­is – allt sam­an hang­ir það við að vera með eins eða tveggja marka for­ystu eft­ir frá­bær­an fyrri hálfleik. Ef staðan hefði verið öðru­vísi á töfl­unni hefðu loka­sókn­ir liðanna verið öðru­vísi og for­skotið sem myndaðist í fyrri hálfleik verið nýtt öðru­vísi. Þetta vita all­ir sem bæði spila og hafa þjálfað hand­bolta. Hvert er rétt­lætið að spila leik­inn frá 0-0??

Hver ger­ir mis­tök­in og fyr­ir hvern vinn­ur hann?
Aðild­ar­fé­lög HSÍ ann­ast fram­kvæmd heima­leikja sinna og greiða kostnað vegna þeirra nema móta­regl­ur kveði á um annað. Þá ann­ast aðild­ar­fé­lög HSÍ fram­kvæmd þeirra leikja er móta­nefnd kann að fela þeim. Þetta kem­ur beint upp úr reglu­gerð HSÍ um hand­knatt­leiks­mót. Til þess að ein­falda þetta fyr­ir les­end­um að þá annaðist STJARN­AN fram­kvæmd leiks­ins. STJARN­AN út­vegaði tíma­verði og rit­ara sem gerðu þessi mis­tök. Rit­ar­ar og tíma­verðir í þess­um leik eru sann­ar­lega sjálf­boðaliðar hjá Stjörn­unni og mis­tök­in sem þeir gera eru kærð. KA/Þ​ór er ekk­ert nema fórn­ar­lamb aðstæðna en eru samt dreg­in fyr­ir rétt og lát­in verja mis­tök sem að full­trú­ar Stjörn­unn­ar gera.

Ömur­leg um­gjörð
Það er kannski ekk­ert skrítið að fólk hafi átt erfitt með að átta sig á stöðunni í leikn­um en eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur í síðari hálfleik gef­ur klukk­an sig í TM-höll­inni og rest­in af leikn­um í EFSTU DEILD KVENNA Á ÍSLANDI er spilaður án þess að leik­menn eða þjálf­ar­ar sjái hvað er mikið eft­ir af leikn­um og staðan er sýnd á flett­ispjöld­um á rit­ara­boði. Marga hluti er hægt að tína til í um­gjörð Stjörn­unn­ar og fóru meðal ann­ars 12 mín­út­ur í það að reyna koma klukk­unni í gang aft­ur þar sem að leik­ur­inn var stopp. Ljóst er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir klikka á svona hlut­um en aðeins nokkr­um dög­um áður í leik Stjörn­unn­ar og ÍBV í Olís-deild karla var mark vit­laust skráð á klukk­una en sem bet­ur fer tóku vök­ul augu sjón­varps­lýs­anda Stöðvar2 eft­ir því og var það leiðrétt um miðjan síðari hálfleik. Ætlar HSÍ að leyfa Stjörn­unni að kom­ast upp með þetta?

For­dæm­is­gef­andi?
Hversu for­dæm­is­gef­andi er þessi niðurstaða dóms­ins? Geta nú sjálf­boðaliðar fé­lag­anna í deild­un­um á Íslandi unnið sér í hag­inn og þegar úr­slit leiks líta út fyr­ir að vera ekki í þá átt sem þeir vilja með því að breyta stöðunni á töfl­unni og vona að eng­inn taki eft­ir því fyrr en eft­ir leik – og í kjöl­farið kært fram­kvæmd leiks­ins og fengið hann end­ur­spilaðann? Er það það sem við vilj­um? Hvernig á að sporna við því að menn nýti sér þetta for­dæmi og svindli til þess að fá leiki end­ur­tekna.

Kostnaður­inn gríðarleg­ur
Í því um­hverfi sem ís­lensk­ur kvenna­hand­bolti er rek­inn er lík­legt að hvert lið í Olís­deild kvenna sé rekið á bil­inu 7-15 millj­ón­ir króna á ári. Kostnaður KA/Þ​ór við þenn­an mála­rekst­ur, þar sem að fé­lagið  var fórn­ar­lamb aðstæðna í öm­ur­legri um­gjörð í TM-höll­inni, er gríðarleg­ur.  Það er ferðakostnaður, vinnu­tap leik­manna, lög­fræðikostnaður og vinnu­stund­ir starfs­manna og sjálf­boðaliða KA/Þ​ór. Nú þegar er kostnaður­inn orðið u.þ.b. 10% af veltu KA/Þ​ór árið 2020 og kom­inn yfir millj­ón.

Áfrýj­un­in sem var aldrei send
Til þess að toppa vit­leys­una a þá vann KA/Þ​ór málið upp­haf­lega fyr­ir dóm­stól HSÍ en Stjarn­an áfrýjaði niður­stöðunni. KA/Þ​ór fékk aldrei að vita af þeirri áfrýj­un og fékk aldrei að bera varn­ir fyr­ir eitt né neitt í því máli. Það var ekki fyrr en niðurstaða var klár í það mál að KA/Þ​ór fékk að heyra af því að Stjarn­an hefði áfrýjað. Þá tók við ferli að fá málið end­urupp­tekið og að fá nýja dóm­ara. Það tók sinn tíma og flækj­u­stigið gríðarlegt – en Stjarn­an mót­mælti því harðlega, að KA/Þ​ór fengi sann­gjarna málsmeðferð.

Ljóst er að frá og með þeirri mín­útu sem að áfrýj­un­ar­dóm­stóll núm­er 1 kvað upp dóm sinn að það yrði á bratt­an að sækja fyr­ir KA/Þ​ór. Í áfrýj­un­ar­dóm­stóln­um sem „gleymdi“ að láta KA/Þ​ór vita af áfrýj­unni sátu m.a. for­seti hæsta­rétt­ar. Það var því al­veg vitað að þeir þrír nýju dóm­ar­ar sem tóku við mál­inu myndu ör­ugg­lega ekki fara gegn fyrri niður­stöðu m.a. sitj­andi for­seta hæsta­rétt­ar sem sagði sig frá mál­inu eft­ir klúðrið fræga. Enda kom það á dag­inn.

Loka­orð
Þessi dóm­ur er gríðarlega for­dæm­is­gef­andi fyr­ir hand­knatt­leiks­hreyf­ing­una – og ligg­ur nú ljóst fyr­ir að dóm­ar­ar þurfa ræki­lega að fara yfir að leik­skýrsl­ur séu hár­rétt­ar og að telja mörk­in í hröðum leik til þess að þetta komi ekki fyr­ir aft­ur – því þegar mikið er und­ir og blóðheit­ur sjálf­boðaliði sit­ur á rit­ara­borðinu er vald hans ansi mikið orðið til þess að geta haft þessi áhrif að leik­ur gæti orðið spilaður aft­ur, sínu liði (heimaliðinu og fram­kvæmd­araðilan­um) til hags­bóta.

Að lok­um vill KA/Þ​ór benda á hversu fá­rán­legt það er að hvorki Stjarn­an (sem ger­ir mis­tök­in og kær­ir sjálf­an sig) eða HSÍ (sem sam­kvæmt dómn­um hafa dóm­ar­ana í vinnu sem gera „mis­tök­in“) beri eng­an kostnað eða greiði nokk­urn hlut af þeim kostnaði sem þetta hef­ur kostað KA/Þ​ór.

 Það eru sjálf­boðaliðar sem leggja nótt við dag að láta lands­byggðarliðin ganga upp með til­heyr­andi pen­inga­söfn­un og fjár­öfl­un­um. Eng­inn þess­ara sjálf­boðaliða er til­bú­inn að leggja á sig þessa vinnu til þess að standa í mála­ferl­um og öðru eins rugli og hef­ur verið í gangi und­an­farna tvo mánuði. Svona fyr­ir utan að leik­menn og þjálf­ar­ar KA/Þ​ór þurfa að leggja á sig aðra dags­ferð til Garðabæj­ar til þess að spila leik­inn aft­ur, með til­heyr­andi vinnu­tapi og öðru. Þetta er, eins og svo oft áður, hrein­lega aðför að lands­byggðinni.

Takk fyr­ir þetta Stjarn­an og HSÍ. Þetta er og verður hand­boltaíþrótt­inni ekki til heilla. Mál­inu er ekki lokið og mun KA/Þ​ór halda áfram að leita rétt­ar síns.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó