Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, er orðinn hluthafi í Bjórböðunum á Árskógssandi. „Við erum stolt að hafa fengið fyrirliðann í lið með okkur,“ segja forsvarsmenn Bjórbaðanna og óska Aroni innilega til hamingju með sinn hlut.
Aron heimsótti Bjórböðin á dögunum og prófaði aðstöðuna eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Gunnar Konráðsson tók.

Það væsir ekki um fyrirliðann í bjórbaði

Aron skrifar undir hjá Agnesi Önnu og Sigurði Braga hjá Kalda

Á útisvæði Bjórbaðanna