Júlía Grønvaldt Björnsdóttir er gestur Kötu Vignis í nýjasta þætti hlaðvarpsins Farðu úr bænum þar sem Kata spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk staðsett á Akureyri. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
„Júlía Grønvaldt listrænn stjórnandi, stílisti og tískugúrú kom í spjall og í eitt augnablik leið mér eins og ég væri orðin Meryl Streep í The Devil Wears Prada. Síðan tók blákaldur raunveruleikinn við þegar að Júlía sagði mér afhverju við ættum ekki að versla í H&M á meðan að ég sat á móti henni með galopinn munn klædd eins og ég hefði verið klippt úr vor bæklingi H&M. Hún sagði mér frá því hvernig „trend forecasting“ virkar, hvernig það er stjórnað kauphegðun okkar og svo skellti hún auðvitað í tískuráð fyrir almenning. Júlía lærði í Ítalíu og hafði heldur betur frá skemmtilegum sögum að segja úr tískuheiminum þar. Annað eins sjálfstraust hef ég ekki séð oft, stelpan er snillingur!Endilega subscribeið og deilið áfram,“ segir Kata um þáttinn.
Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar
UMMÆLI