Aron Can, 200.000 Naglbítar og Páll Óskar meðal listamanna á Einni með öllu

Nú þegar stærstu ferðahelgi ársins, með rennibraut í listagilinu, fótboltamótum og litahlaupi, fer senn að ljúka á Akureyri er um að gera að fara að láta sig hlakka til næstu stóru helgar. Hátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri um Verslunarmannahelgina 3.-6. ágúst 2017.

Það verður þéttskipuð og fjölbreytt dagskrá alla Verslungarmannahelgina á Akureyri. Vinsælasta tónlistarfólk landsins mun koma fram ásamt úrvali af norðlenskum tónlistarmönnum. Einnig verða allskonar viðburður í boði fyrir alla aldurshópa; tónleikar, böll, íþróttaviðburður, tívólí, hoppukastalar og margt fleira.

Meðal tónlistarmanna sem munu koma fram á hátíðinni eru 200.000 Naglbítar, Aron Can, Úlfur Úlfur, Páll Óskar og Stuðmenn. Þá verður Rúnar Eff verður á sparitónleikum Einnar með öllu ásamt hljómsveit.  Rúnar er hefur sent út frá sér nokkra útvarpssmelli gegnum árin og er landsmönnum vel kunnur eftir þáttöku sína í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Lagið „Mér við hlið“ sló í gegn og komst í úrslit keppninnar hér heima.

Rappararnir Ká Aká og Gísli Björgvin, GB9 frá Akureyri munu einnig stíga á svið. Þá munu aðrir ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Akureyri koma fram eins og Birkir Blær. Hljómsveitin Killer Queen verður á Græna Hattinum föstudagskvöldið 4 ágúst og koma einnig fram á Ráðhústorgi sama kvöld. Hljómsveitina Killer Queen skipa Magni Ásgeirsson, Einar Þór Jóhannsson, Arnar Tryggvason, Valur Freyr Halldórsson, Sumarliði Helgason og Valmar Väljaots.

Þá verður einnig opið á þeim mörgu söfnum sem Akureyri státar af en opnunartímar safna og sýninga á Einni með öllu eru eftirfarandi:

Kl 10-17  Iðnaðarsafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Mótorhjólasafn Íslands, Nonnahús, Sjónlistamiðstöðin.

Kl 11-17  Flugsafn Íslands

Kl 13-17  Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi.

Myndlistasýningar eru m.a. í sal Myndlistafélagsins, Mjólkurbúðinni og Populus Tremula í Listagilinu. Nánari upplýsingar á viðburðadagatalinu á visitakureyri.is

Þá verður boðið upp á boltafjör í uppblásnum boltum og markað á Ráðhústorginu. Í Lystigarðinum mun Leikhópurinn Lotta setja upp sýninguna Ljóta Andarungann.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó