Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, kannaði áhuga Akureyringa á þeirri hugmynd að loka Göngugötunni í miðbæ Akureyrar alveg yfir sumarið.
Göngugatan er þegar lokuð fyrir bílaumferð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í júní og ágúst frá klukkan 11-17 og alla daga í júlí á sama tíma.
„Er stemning fyrir því að loka henni alveg fyrir bílaumferð a.m.k. yfir þessa þrjá sumarmánuði eða færi allt á límingunum? Ég væri ákaflega til í að heyra hvaða skoðun þið hafið,“ skrifaði Hilda á Facebook í gær og svörin létu ekki á sér standa.
Lang flestir sem tjáðu sig undir færslu Hildu voru spenntir fyrir hugmyndinni og nokkrir vildu hafa götuna lokaða allt árið um kring. Þó voru einhverjir sem voru alls ekki hrifnir af hugmyndinni og vildu hafa götuna alltaf opna.
Hvað finnst þér? Taktu þátt í könnun Kaffið.is:
UMMÆLI