NTC

Opnun nýrra rennibrauta seinkar um nokkra daga

Sundlaug Akureyrar er að taka miklum breytingum

Ekki mun takast að opna nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar fyrir eina stærstu ferðahelgi ársins eins og stefnt hafði verið að en reikna má með að þær verði opnaðar um miðjan júlímánuð í stað byrjun mánaðarins.

Reikna má með miklum mannfjölda til Akureyrar í næstu viku í tengslum við N1 mót KA (5.-8. júlí) og Pollamót Þórs (7.-8. júlí)

Að sögn Ingibjargar Isaksen, formanns umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, liggur nákvæm dagsetning ekki fyrir að svo stöddu en hún verður auglýst von bráðar að því er fram kemur í frétt Vikudags.

Stefnt er að því að aðrar endurbætur klárist fyrir mánaðarmótin ágúst-september en auk rennibrautanna koma nýir heitir pottar og nýtt sólbaðssvæði auk þess sem köldum potti og nýjum leiktækjum verður bætt við.

Sjá einnig

Sjáðu útsýnið úr nýju rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar

Rennibrautirnar komnar í Sundlaug Akureyrar – Myndir

Heildarkostnaður við endurbætur á Sundlaug Akureyrar meiri en upphaflega var reiknað með

Framkvæmdir hafnar við Sundlaug Akureyrar – Myndir

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó