NTC

Bandarískt fjárfestingarfélag að kaupa Keahótel

Hótel KEA

Bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, er að ganga frá kaupum á eignarhaldsfélaginu Keahótelum. Það er vísir.is sem greinir frá þessu í morgun.

Keahótel reka samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars á Akureyri og í Mývatnsveit. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður, Tröllahvönn ehf og Páll L. Sigur­jónsson, framkvæmdastjóri Keahótela.

Rekstur Keahótela hefur gengið mjög vel á undanförnum árum en hagnaður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna.

Sambíó

UMMÆLI