NTC

Varar íbúa í Naustahverfi við manni sem ekur um hverfið og tekur myndir af börnum

Naustahverfi

Íbúi í Naustahverfi á Akureyri hefur varað nágranna sína við manni sem ekur um hverfið og tekur myndir af börnum. Íbúinn segir frá atvikinu á Facebook-síðunni Naustahverfi.

Í frásögn mannsins segir að maðurinn hafi keyrt um á ljósgráum fólksbíl og  með stóra myndavél. Frásögnina má lesa í heild hér að neðan.

„Við búum í Brekatúni og barnið mitt var að segja mér frá manni sem var keyra um göturnar hér í Naustahverfi og var að taka myndir af börnunum. Hann var með stóra myndavél og keyrði um á ljósgráum fólksbíll ekkert skraut hékk úr speglinum en þau töldu bílinn vera svipaðann Audi að stærð, en með aðeins hærra þaki, ef það hjálpar.

Kannski ekki neitt, en börnunum fannst þetta óþægilegt og grunsamleg hegðun. Gott hvað þau eru vel á verði.“

Sambíó

UMMÆLI