KA-menn biðu lægri hlut fyrir KR-ingum þegar liðin mættust í 9.umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en leikið var á Akureyrarvelli í gær að viðstöddum 748 áhorfendum.
Afar slæm byrjun heimamanna gerði þeim erfitt úr vik því gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur náðu tveggja marka forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. KA-menn hófu síðari hálfleikinn betur og náðu að minnka muninn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði úr vítaspyrnu á 54.mínútu. KR-ingar svöruðu fljótt með marki en KA-menn neituðu að gefast upp því Elfar Árni minnkaði aftur muninn skömmu fyrir leikslok.
KA-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-3, KR í vil.
KA 2 – 3 KR
0-1 Tobias Thomsen (‘2)
0-2 Kennie Chopart (’15)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (’54, víti)
1-3 Óskar Örn Hauksson (’60)
2-3 Elfar Árni Aðalsteinsson (’85)
Rautt spjald: Óskar Bragason, aðstoðarþjálfari KA (’93)
UMMÆLI