Þórsarar fara til Keflavíkur í dag

Jóhann Helgi Hannesson er markahæsti leikmaður Þórs í sumar með þrjú mörk

Þórsarar mæta Keflvíkingum á útivelli í 9. umferð Inkassi deildarinnar í dag klukkan 14:00. Leikurinn fer fram á Nettóvellinum í Keflavík.

Fyrir leikinn  er Keflavík í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en Þór í því sjöunda með 9 stig. Þórsarar hafa verið að rétta úr kútnum eftir slæma byrjun í deildinni með sigri í síðustu tveimur leikjum gegn Fram og Gróttu. Keflvíkingar sigruðu ÍR á útivelli í síðustu umferð.

Þetta er mikilvægur leikur fyrir tvö lið sem þurfa á þremur stigum að halda til að nálgast toppbaráttuna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó