Tímavélin er fastur liður hér á Kaffinu þar sem við birtum skemmtilega og eftirminnilega hluti, myndbönd, myndir, viðtöl og fleira úr fortíðinni.
Í dag rifjum við upp framlag Menntaskólans á Akureyri til Söngkeppni Framhaldsskólanna árið 2010. Þar fara rapparinn Darri Rafn Hólmarsson og söngkonan Rakel Sigurðardóttir á kostum. Lagið Í minni mínu endaði í öðru sæti keppninnar en Kristmundur Axel sigraði keppnina með laginu Komdu til baka. Flutning Darra og Rakelar á laginu Í minni mínu má sjá hér að neðan en Stefán Ernir Valmundarson samdi lagið.
UMMÆLI