NTC

Jónsmessuhátíð í Sundlaug Akureyrar í kvöld

Það verður opið til klukkan 02:00 í Sundlaug Akureyrar næstu nótt, aðfaranótt 24. júní í tilefni Jónsmessu. Margt verður í gangi í sundlauginni í kvöld.

Dagskráin hefst á Aqua Zumba kl 20, samflot verður í boði gegn gjaldi og klukkan 21 verður Upplestur: Pastel í pottinum. Klukkan 01:00 verður gerð tilraunin Tónlist í vatni. Skapandi sumarstörf verða með gjörning um kvöldið ásamt því að tónlist verður spiluð. Þá mun Emmessís bjóða upp á ís frá klukkan 19 á meðan birgðir endast.

Í fyrramálið verður heimspekipottur klukkan 08:00 þar sem Ágúst Þór Árnason stjórnar umræðum. Umræðuefnið verður Stjórnmál og stefnuleysi.

Sambíó

UMMÆLI