NTC

Sjö stofnanir hlutu viðurkenningu frá Heilsuráði Akureyrarbæjar

Starfsmenn Heilsuleikskólans Krógabóls

Vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna fór fram í maí líkt og áður.

Fjöldi starfsstöðva innan Akureyrarbæjar skráði sig í til leiks og kepptist við að hjóla meira en náunginn. Keppnin skiptist í nokkra flokka eftir fjölda starfsmanna.

Heilsuráð Akureyrarbæjar veitir stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan árangur í vinnustaðarkeppninni. Í ár var keppnin mikil og greinilegt að margir eru farnir að grípa í hjólið í maí. Útkoman var að fleiri hljóta nú viðurkenningu Heilsuráðs en áður enda fleiri orðnir duglegir en áður. Í ár voru það sjö stofnanir sem stóðu sig framúrskarandi vel.

Heilsuráð fór á stúfana í síðustu viku og afhenti viðurkenningarnar til hlutaðeigandi aðila, sem voru Naustaskóli, Síðuskóli, Lundarskóli, Giljaskóli, Ráðhús Akureyrar, Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið og Heilsuleikskólinn Krógaból.

Sambíó

UMMÆLI