Dagana 17-18.júní fór fram Berlín open Grand Prix sem er eitt af mótum Grand Prix mótana hjá IPC. Stefanía Daney Guðmundsdóttir keppti fyrir hönd Íþróttafélagsins Eik sem er íþróttafélag fatlaðra á Akureyri.
Stefanía tók þátt í tveimur greinum 400 m hlaupi og langstökki. Stefanía stóð sig frábærlega. Hún hafnaði í 3. sæti í 400m. hlaupi og í 1. sæti í langstökki og á nýju ísl.meti 4.74m og tryggði sér um leið farseðil á EM á næsta ári.
UMMÆLI