NTC

Sex nemendur með 9 og hærra í meðaleinkunn

Erla Sigríður dúxaði með meðaleinkunina 9,55. Mynd: ma.is.

Í gær fór fram brautskráning í Menntaskólanum á Akureyri þar sem 145 stúdentar útskrifuðust. Við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni kom fram að sex nemendur höfðu náð þeim frábæra námsárangri að fá ágætis meðaleinkunn, eða 9 og hærra. Hæsta einkunin var 9,55 og næsta á eftir 9,10.
Hér að neðan eru þau sem uppskáru hæstu meðaleinkannirnar:

  • Erla Sigríður Sigurðardóttir – 9,55
  • Sigríður Júlía Heimisdóttir – 9,10
  • Atli Fannar Franklín – 9,04
  • Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir – 9,04
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir – 9,02
  • Borgný Finnsdóttir – 9,00

Auk þess voru 18 nemendur sem hlutu viðurkenningar frá hinum ýmsu stofnunum fyrir framúrskarandi námsárangur í einstökum fögum. Til hamingju allir nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri!

Sambíó

UMMÆLI