Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17.júní.
Meðal þeirra sem hlutu þennan mikla heiður í dag var Sigrún Stefánsdóttir, dósent við Háskólann og Akureyri og fyrrverandi fréttamaður. Sigrún hlaut riddarakross fyrir störf sín á vettvangi íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags.
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson frá Siglufirði hlaut einnig riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar.
UMMÆLI