Sandra María setti þrennu í enn einum sigri Þórs/KA

Sandra María Jessen gerði þrennu. Mynd: Thorsport

Þór/KA vann áttunda deildarleikinn í röð í kvöld þegar Grindavík kom í heimsókn á Þórsvöll í Pepsi-deild kvenna.

Heimakonur lögðu línurnar strax á fyrstu mínútum leiksins því eftir fimmtán mínútur var staðan orðin 2-0, Þór/KA í vil. Fór að lokum svo að Þór/KA vann afar öruggan 5-0 sigur og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið hefur fullt hús stiga.

Sandra María Jessen er óðum að nálgast fyrra form eftir meiðsli. Hún gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu og nafna hennar Sandra Mayor skoraði eitt mark en síðasta markið var sjálfsmark varnarmanns Grindavíkur.

Þór/KA 5 – 0 Grindavík

1-0 Sandra Mayor (’11)
2-0 Sandra María Jessen (’15)
3-0 Sandra María Jessen (’43)
4-0 Sandra María Jessen (’84)
5-0 Linda Eshun (’89, sjálfsmark)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó