NTC

Atli Ævar kallaður inn í landsliðshópinn

Atli Ævar Ingólfsson

Línumaðurinn sterki, Atli Ævar Ingólfsson, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í handbolta sem undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Úkraínu.

Landsliðið tapaði gegn Tékkum á dögunum og eftir leikinn kallaði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tvo leikmenn inn í hópinn, Atla Ævar og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson.

Atli Ævar er þriðji Akureyringurinn í hópnum því fyrir eru nafnarnir Arnór Atlason og Arnór Þór Gunnarsson.

Sjá einnig

Arnór og Arnór í landsliðshópnum

Sambíó

UMMÆLI