Syngur lög og túlkar þau með bresku táknmáli – Myndbönd

Freyja Steindórsdóttir

Freyja Steindórsdóttir útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri 17. júní næstkomandi. Lokaverkefni hennarvann hún uppúr bresku táknmáli en Freyja ætlar sér að stunda nám við breska táknmálsfræði í framtíðinni. Verkefnið fól í sér að taka upp og syngja nokkur lög og túlka þau svo á bresku táknmáli á myndbandi.

Freyja fékk 10 í einkunn fyrir verkefnið sem var alls 3 myndbönd. Lögin sem Freyja túlkar eru Big Eyes, Wasted Youth og You Lost Me. Jóhannes Stefánsson sá um undirspil og söng með Freyju. Rán Ringsted og Margrét Hildur Egilsdóttir syngja lagið You Lost Me. Myndböndin úr verkefni Freyju má sjá hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=2LyXyCQiSok&t=42s

https://www.youtube.com/watch?v=93B2zUMvqpw

https://www.youtube.com/watch?v=c2AwzRwI-zA

 

 

 

VG

UMMÆLI