Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga verður haldinn hátíðlegur næstkomandi laugardag, 17. júní og ætlar Flugsafn Íslands að halda sinn árlega Flugdag á Akureyrarflugvelli.
Stórar, litlar, háværar og lágværar flugvélar koma til með að fljúga í samstarfi við Landhelgisgæsluna, Mýflug, Norlandair, Air Iceland Connect og Circle Air.
Einnig verður útsýnisflug í boði fyrir gesti gegn vægu gjaldi. Þá segir einnig í tilkynningunni að búist verður við herþotum, sem eru staðsettar á Keflavík um þessar mundir við loftrýmisgæslu.
Svæðið opnar kl. 13.00 og kostar 1000 kr. inn fyrir 12 ára og eldri. Kaffi, vöfflur, pylsur og gos verða í boði til hressingar fyrir gesti.
UMMÆLI