Framsókn

,,Ég hef aldrei verið jafn stór eða þung eins og núna en ég er svo hamingjusöm“

Kolbrún ásamt Marinó, unnusta sínum.

Kolbrún Sævarsdóttir er ungur Akureyringur sem gekk nýverið með sitt fyrsta barn. Hún er búin að eiga erfitt með að sætta sig við þann toll sem meðgangan tók af líkama hennar en segir nú stopp. Hún segir nóg komið að því að bera sig saman við aðra og hugmyndir samfélagsins um hvernig hún ,,eigi“ að líta út. Kolbrún birti færslu á facebook þar sem hún lýsir því að hún hafi aldrei verið hamingjusamari en verði að læra að elska líkamann sinn eins og hann er og hvernig slitin standa fyrir það að hún eigi heilbrigt barn í dag.

Færslu Kolbrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan: 

Svona lítur maginn á mér út, rúmum sjö mánuðum eftir fæðinguna. Ég elska slitin mín og þó ég sé ekki komin í sama form og ég var í áður þá þýðir það ekki að ég sé ekki með fallegan líkama. Ég er ekki sátt hvernig ég lít út en af hverju? Af hverju er ég ekki sátt? Ég fékk gullfallegt og heilbrigt barn í hendurnar og mér hefur aldrei liðið betur? Ég hef aldrei verið jafn stór eða þung eins og núna en ég er svo hamingjusöm. Ég ætla ekki að láta það hafa áhrif á mig lengur. Ég vona að ég geti elskað líkamann minn eins og Marinó gerir. Ég vona að ég geti hætt að hugsa um það hvernig aðrir líta út og hvernig ég „ætti“ að líta út. Ég er með fallegan líkama og hann sýnir að ég hef gengið með barn og ég er stolt mamma.

VG

UMMÆLI

Sambíó