NTC

Oddeyrin EA gerði góða ferð í Barentshaf

Oddeyrin EA 210 - Mynd: Grétar Þór

Mynd af vef Aflafrétta

Oddeyrin EA-210 gerði heldur betur góða ferð í Barentshaf í síðasta túr sínum þar sem þeim tókst að smekkfylla skipið og komu til Akureyrar með 1435,3 tonn. Frá þessu er greint á vef Aflafrétta.

Áætlað aflaverðmæti er um 330 milljónir króna en á meðal þess sem var aflað var um 1227 tonn af þorsk og 125 tonn af ufsa.

Um var að ræða 40 daga langan túr og þar af var áhöfnin á veiðum í 31 dag en níu dagar fóru í siglinguna.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó