Hættustigi var lýst yfir um stund á Akureyrarflugvelli í morgun, en tilkynnt var um reyk um borð í flugvél á vellinum. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs var sent á staðinn en hættustigi var aflýst um 30 mínútum síðar. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.
Engin hætta er talin á ferðum að sögn lögreglu.
UMMÆLI