NTC

Datt af hestbaki og slasaðist illa vegna ferðamanna sem tjölduðu við reiðveginn

Hestarnir fældust þegar þeir komu fyrir hornið og sáu tjaldið

Áslaug Kristjánsdóttir féll af hestbaki þegar hún var ástamt eiginmanni sínum í reiðtúr á reiðveginum skammt frá tjaldsvæðinu að Hömrum í gærkvöldi. Tildrög slyssins voru þau að hestur Áslaugar trylltist þegar hann sá og heyrði óvænt í tjaldi og bíl sem ferðamenn höfðu tjaldað í vegkanntinum. Áslaug féll af baki með þeim afleiðingum að hún rifbeinsbrotnaði auk þess sem lungu hennar féllu saman. Hún liggur nú á SAk.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af því hvar tjaldinu var tjaldað.

Atvikið var tilkynnt til lögreglu en ferðamennirnir voru á bak og burt þegar ræða átti við þá seinna um kvöldið.

„Þau koma þarna yfir hæðina og hestarnir hja mömmu tryllast við að sja og heyra i tjaldinu. Mamma dettur af  baki og slasastst illa. Hún er núna á sjúkrahusi, rifbeinsbrotin og lunga féll saman. Hjálmurinn bjargaði henni þar sem hún fékk gott höfuðhögg líka en hjálmurinn fer í ruslið,“ segir Dagný Gunnarsdóttir, dóttir Áslaugar í samtali við Kaffið.

Sambíó

UMMÆLI