NTC

Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga á Akureyri

Mynd: María Tryggvadóttir/akureyri.is

Komið er að skólalokum en skólaslit hjá flestum grunnskólum Akureyrar eru í dag, föstudaginn 2. júní. Skólar hefjast ekki á ný fyrr en undir lok ágúst og þurfa því margir að leita að einhverri afþreyingu fyrir börnin fram að þeim tíma.

Fjölbreytt sumarnámskeið eru í boði fyrir börn á Akureyri sem höfða til mismunandi áhugasviðs og aldurs og tengjast ýmsum viðfangsefnum eins og siglingum, hestum og íþróttum. Eitt af námskeiðum sumarsins ber heitið „Félagsmiðstöðvafjör”, klúbbar fyrir börn í 5.-7. bekk, námskeið þar sem farið er í leiki, sund, hjólaferðir og ýmislegt fleira. Einnig eiga eftir að bætast við fleiri námskeið en á Listasumri verða í boði smiðjur fyrir börn og ungmenni en upplýsingar um þær koma á næstu dögum.

Hægt er að skoða yfirlit yfir helstu námskeiðin og vísun á heimasíður viðkomandi félaga og stofnanna sem bjóða upp á námskeiðin á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó