Akureyrska knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Glasgow City í Skotlandi í gær. Arna spilaði allan leikinn og skoraði mark í 3-0 sigri á Celtic.
Arna Sif er hjá Glasgow á lánssamningi frá Þór/KA. Hún skrifaði undir samning við liðið í desember en ekkert hefur verið leikið í skosku kvennadeildinni síðan þá vegna Covid-19.
Arna skoraði annað mark Glasgow í leiknum með skalla eftir hornspyrnu á 71. mínútu. Glasgow er nú í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Rangers.
UMMÆLI