NTC

Amtsbókasafnið hefur útlán á raf- og hljóðbókum

Mynd: amtsbok.is

Í dag er stór dagur fyrir lánþega og starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri, því nú hefur safnið hafið útlán raf- og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna í gegnum Rafbókasafnið.

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017. Hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins geta nýtt sér efni á þessu nýja bókasafni en nú bætast lánþegar þrettán almenningssafna vítt og breitt um landið í hópinn.

Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.

Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Rafbókasafnið er að finna á heimasíðu Amtsbókasafnsins, www.amtsbok.is .

Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.

Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og er gjaldfrjáls fyrir notendur sem eiga bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó