Sjáðu hvernig hótelið á Sjallareitnum mun mögulega líta út

Skemmtistaðurinn Sjallinn á Akureyri á sér langa sögu og flestir landsmenn þekkja staðinn. Þar hafa verið haldin gríðarmörg böll í gegnum tíðina og eflaust margir sem eiga þaðan skemmtilegar minningar. Nokkur ár eru orðin síðan þær sögusagnir fóru að heyrast að breyta ætti Sjallanum í hótel en það tók lengri tíma en menn áætluðu og því hafa verið haldin fjöldamörg „lokaböll“ á staðnum sem voru svo sannarlega ekki þau síðustu.

Nú virðist loks vera komin hreyfing á málið og greinir N4 frá því á vefsíðu sinni að Íslandshótel, sem reka Fosshótelkeðjuna, hafa falið arkitektastofunni Kollgátu á Akureyri að hanna allt að 120 herbergja hótel á Sjallareitnum. Samkvæmt N4 segir framkvæmdastjóri Fosshótela segir að ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um framkvæmdir, byggingin sé háð samþykki bæjaryfirvals og að ýmsum öðrum þáttum þurfi að huga, áður en ákvörðun er tekin.

Fjallað verður ítarlega um tillögur Kollgátu í Atvinnupúlsinum kl. 20:30 á sjónvarpsstöðinni N4 í kvöld. Teikningar hótelsins liggja nú fyrir í stórum dráttum og má sjá hér að neðan:

Teikning Kollgátu – Mynd: N4.is

Teikning Kollgátu – Mynd: N4.is

Teikning Kollgátu – Mynd: N4.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó