Eins og Kaffið greindi frá fyrr í nótt kviknaði í iðnaðarhúsnæði í Nesjahverfinu, nánar til tekið í Goðanesi 12, þar sem Bátasmiðjan Seigur er til húsa. Slökkviliðið var kallað út kl.12.40 þegar eldurinn var búinn að brenna í dágóða stund.
Í samtali við fréttastofu RÚV segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, að ekki sé hægt að fullyrða að enginn hafi verið inni í húsinu þar sem slökkviliðið komst ekki inn í húsið sökum þess að það var í ljósum logum við komu þeirra á vettvang. Þó telja þeir nokkuð öruggt að svo hafi ekki verið.
Slökkviliðið hefur unnið gott starf með því að kæla húsið og minnka þannig reykinn svo hann hefur ekki sest á íbúðarhús í nágrenni við brunann en eldurinn logar þó enn. Húsið er brunnið til grunna og því nokkuð ljóst að um stórt tjón er að ræða. Líklega mun slökkvistarf standa yfir til morguns og jafnvel lengur. Fólk er hvatt til þess að anda ekki að sér reyknum og halda gluggum lokuðum til morguns.
Sjá einnig:
UMMÆLI