Hornamaðurinn snjalli, Kristján Orri Jóhannsson, sem leikið hefur með Akureyri handboltafélagi undanfarin fjögur ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Akureyri en Kristján hefur verið einn besti leikmaður Akureyrarliðsins frá því hann kom frá Gróttu sumarið 2013.
Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu en samkvæmt þeirra heimildum tengist brottför Kristjáns Orra frá Akureyri ekki þeim breytingum sem urðu á liðinu á dögunum þegar KA sleit samstarfinu við Þór. Hann hafði tilkynnt forráðamönnum Akureyrar í vetur að hann ætlaði að róa á önnur mið.
UMMÆLI