Kristján Orri yfirgefur Akureyri

Kristján er að fara í ÍR

Hornamaður­inn snjalli, Kristján Orri Jó­hanns­son, sem leikið hef­ur með Ak­ur­eyri hand­bolta­fé­lagi undanfarin fjög­ur ár, hef­ur ákveðið að ganga til liðs við ÍR.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Akureyri en Kristján hefur verið einn besti leikmaður Ak­ur­eyr­arliðsins frá því hann kom frá Gróttu  sum­arið 2013.

Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu en samkvæmt þeirra heimildum tengist brott­för Kristjáns Orra frá Ak­ur­eyri ekki þeim breyt­ing­um sem urðu á liðinu á dög­un­um þegar KA sleit sam­starfinu við Þór. Hann hafði til­kynnt for­ráðamönn­um Akureyrar í vet­ur að hann ætlaði að róa á önnur mið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó