Stal myndavél á Akureyri og bakkaði á verslunarstjórann

Stal myndavél á Akureyri og bakkaði á verslunarstjórann

Ungur maður á Akureyri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Þá er drengurinn jafnframt dæmdur fyrir að bakka með vítaverðum hætti á verslunarstjóra búðarinnar þegar hann reyndi að stöðva þjófnaðinn. Drengurinn var ekki einn að verki en við þingfestingu var ákveðið að dæma um hann sér í lagi.

Í dómnum sem má lesa í heild hér er atvikinu lýst nákvæmlega en verslunarstjórinn hljóp á eftir þjófnum en þá ók sá dæmdi á hann með þeim afleiðingum að verslunarstjórinn kastaðist upp á vélarlok bifreiðarinnar og á jörðina.

Drengurinn játaði sök sína og sagði fyrir dómi að hann sæi mikið eftir verknaðinum og hefði beðið verslunarstjórann afsökunar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó