NTC

Þór/KA ekki í vandræðum með Íslandsmeistarana

Natalia Gomez skoraði glæsilegt mark í dag.

Þór/KA heimsótti Stjörnukonur í Garðabæ í dag. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í dag. Þór/KA sat á toppi Pepsi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. Stjarnan var í öðru sæti með 16 stig tveimur stigum á eftir Þór/KA. Það var því sannkallaður toppslagur á Samsung vellinum.

Stjarnan sem varð Íslandsmeistari síðasta sumar byrjaði leikinn betur og komust yfir eftir einungis 3 mínútna leik með marki frá Öglu Maríu Albertsdóttir. Þór/KA jöfnuðu leikinn á 36. mínútu þegar Sandra Mayor skoraði laglegt mark eftir sendingu frá Önnu Rakeli Pétursdóttir. Þór/KA komust svo yfir 2-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Sandra Mayor lagði upp á Nataliu Gomez.

Síðari hálfleikur var meira og minna eign Þór/KA. Hulda Ósk skoraði þriðja mark Þór/KA á 60. mínútu eftir að glæsileg aukaspyrna Nataliu endaði í þverslánni. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu.

Þór/KA hafa því unnið alla sjö leikina sem liðið hefur spilað í sumar og eru komnar með fimm stiga forskot á toppi Pepsi deildarinnar.

VG

UMMÆLI

Sambíó