NTC

Dánarorsök óþekkt – Frítt í bíó

Dánarorsök óþekkt – Frítt í bíó

Geðhjálp stendur fyrir sýningu á myndinni Dánarorsök óþekkt  þann 31. maí næstkomandi. Dánarorsök óþekkt er heimildarmynd eftir norska leikstjórann Anniken Hoel sem fjallar um dökkar hliðar geðlyfjabransans.

Anniken Hoel stendur frammi fyrir ótímabærum dauða systur sinnar í kjölfar sterkrar geðrofslyfjameðferðar ákveður hún að hefja alþjóðlega rannsókn á glæpum í lyfjaiðnaðinum, óheyrilegum vexti í geðgreiningum og lyfjanotkun ásamt því hvernig spillt lyfjaeftirlit hafa ítrekað brugðist almenningi.

Sýningin verður í Nýja Bíó og er aðgangur er ókeypis.

Sambíó

UMMÆLI