KA-menn misstu af stigum á grátlegan hátt annan leikinn í röð í Pepsi-deildinni þegar liðið fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Akureyrarvöll.
Ásgeir Sigurgeirsson og Emil Lyng komu KA í 2-0 en Víkingar náðu að koma til baka á síðasta stundarfjórðungnum og jöfnuðu leikinn í uppbótartíma en KA-menn léku síðasta korterið manni færri eftir að Bjarki Þór Viðarsson fékk að líta rauða spjaldið.
KA 2 – 2 Víkingur R.
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson (’46)
2-0 Emil Lyng (’61)
2-1 Vladimir Tufegdzic (’77, víti)
2-2 Alex Freyr Hilmarsson (’90)
Rautt spjald: Bjarki Þór Viðarsson, KA (´76)
Strax í kjölfarið hófst svo leikur Þórs og Hauka á Þórsvelli í Inkasso-deildinni. Þar tókst Þórsurum að innbyrða sín fyrstu stig í sumar með því að vinna 2-1 sigur en Þórsarar lentu undir snemma leiks.
Mörk frá Ármanni Pétri Ævarssyni og Gunnari Örvari Stefánssyni sneru leiknum Þórsurum í hag og eru þeir því komnir á blað í deildinni eftir erfiða byrjun.
Þór 2 – 1 Haukar
0-1 Elton Renato Livramento Barros (‘5)
1-1 Ármann Pétur Ævarsson (’34, víti)
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (’46)
UMMÆLI