Fótboltaveisla á Akureyri í dag

Þórsvöllur. Mynd: mapio.net

Það er nóg um að vera fyrir fótboltaáhugamenn á Akureyri í dag en bæði meistaraflokkar Þórs og KA eiga heimaleik. Veislan hefst þegar KA-menn taka á móti lærisveinum Loga Ólafs, Víking Reykjavík klukkan 14:00 á Akureyrarvelli.

KA liðið hefur farið frábærlega af stað í deildinni og er með 7 stig í þriðja sæti deildarinnar. Síðasti leikur liðsins tapaðist á grátlegan hátt gegn toppliði Stjörnunnar eftir mark á lokasekúndum leiksins.

Strax að þeim leik loknum taka svo Þórsarar á móti Haukum á Þórsvelli í fjórðu umferð Inkasso deildarinnr. Þórsarar hafa farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu þremur leikjum sínum og sitja á botninum með án stiga. Leikmenn Þórs eru þó hvergi bangnir.

,,Við erum staðráðnir í að ná í þrjá punkta á morgun það er alveg ljóst. Ég hef ennþá trú á því að liðið geti slegist um að fara upp og jafnvel farið upp. Ég er ekki smeykur við neitt þó við höfum tapað fyrstu þrem. Við töpuðum sex í röð í fyrra og það man engin eftir því í dag, það getur allt gerst“ segir Jónas Björgvin Sigurbergsson í viðtali við ÞórTV.

Akureyrarvöllur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó