Þrír leikmenn Þórs/KA hlutu náð fyrir augum Þórðar Þórðarsonar, landsliðsþjálfara U19 ára landsliðs kvenna en hann valdi í gær 18 stelpur sem munu leika fyrir Íslands hönd í milliriðli Evrópumótsins í Þýskalandi 7.-12. júní næstkomandi.
Þetta eru þær Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Margrét Árnadóttir en þær hafa allar verið í byrjunarliði í fyrstu sex leikjum Þórs/KA í Pepsi-deildinni í sumar, sem allir hafa unnist.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þann 7. júní næstkomandi en Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi.
Hópurinn í heild sinni
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Telma Ívarsdóttir, Breiðablik
Rannveig Bjarnadóttir, FH
Jasmín Erla Ingadóttir, Fylkir
Kristín Þóra Birgisdóttir, Fylkir
Thelma Lóa Hermannsdóttir, Fylkir
Dröfn Einarsdóttir, Grindavík
Margrét Eva Sigurðardóttir, HK/Víkingur
Ingibjörg Lúsía Ragnarsdóttir, ÍBV
Aníta Daníelsdóttir, Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR
Guðrún Gyða Haralz, KR
Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR
Mist Þormóðsdóttir Grönvold, KR
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Margrét Árnadóttir, Þór/KA
UMMÆLI