NTC

Eliza Reid heiðursgestur á Háskólahátíð

Eliza Reid heiðursgestur á Háskólahátíð

Laugardaginn 10. júní kl. 11 fer fram Háskólahátíð — brautskráning frá Háskólanum á Akureyri í fjórða sinn í hátíðarsal háskólans. Kandídötum og gestum þeirra, starfsfólki og boðsgestum er boðið á hátíðina.

Að vanda verður brautskráningunni sjónvarpað beint á sjónvarpsstöðinni N4 og hefst útsending kl. 11. Þar að auki verður hægt að horfa síðar á útsendinguna, bæði á vef HA og N4. Móttökur fræðasviðanna hefjast kl. 13 og þangað eru allir velkomnir. HA og Góðvinir Háskólans á Akureyri bjóða upp á léttar veitingar og húsnæði skólans verður opið til skoðunar.

Í tilefni af 30 ára afmæli háskólans verður þeim sem luku bakklár- eða meistaraprófi fyrir 10 og 20 árum (brautskráningarárgangar 1997 og 2007) sérstaklega boðið í móttökurnar.

Undanfarin ár hefur hefur skapast sú hefð að heiðursgestur ávarpi kandídata. Í fyrra hélt kanadíski sendiherrann Stewart Wheeler mjög hvetjandi ræðu þar sem hann gaf kandídötum góð ráð í veganesti. Árið áður flutti frú Vigdís Finnbogadóttir ávarp á sögulegri brautskráningu þar sem aðeins konur gegndu hlutverki sviðsforseta. Í ár mun Eliza Reid forsetafrú heiðra gesti hátíðarinnar og flytja ávarp. Þetta verður jafnframt fyrsta heimsókn hennar í Háskólann á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI