Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að árslaun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar hækkuðu um 66 prósent á síðasta ári. Lífeyrissðurinn Stapi rekur Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar og því þarf stjórnin ekki starfsmenn.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar er formaður stjórnarinnar. Laun hans hækkuðu um 66 prósent á milli ára, úr 180 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Aðrir stjórnarmenn hækka úr 90 þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Það eru oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ásamt tveggja stjórnarmanna frá Kili stéttarfélagi.
Hækkun árslauna er útskýrð þannig að henni er ætlað að tryggja góðan rekstur Lífeyrissjóðs Akureyrar og góða þjónustu við sjóðfélaga.
UMMÆLI