Frjálsíþróttafólk á Akureyri ósátt við aðstöðuleysi

Frjálsíþróttaæfing á Þórsvelli

Megn óánægja ríkir á meðal frjálsíþróttafólks á Akureyri sem telja sig búa við óþolandi aðstæður til að iðka sína íþróttagrein en frjálsíþróttamaðurinn Bjarki Gíslason birti færslu á Facebook síðu sinni í gær og hafa í kjölfarið myndast miklar umræður um stöðu frjálsíþróttafólks á Akureyri.

Umrædda færslu Bjarka má sjá hér fyrir neðan.

Meðal þeirra sem leggja orð í belg er Kolbeinn Höður Gunnarsson, einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands um þessar mundir en hann segir aðstæður frjálsra íþrótta á Akureyri vera ástæðuna fyrir því að hann flutti frá Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó