KA trónir á toppi Pepsi deildarinnar

Emil Lyng var á skotskónum

KA-menn tróna á toppi Pepsi-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Fjölni á Akureyrarvelli í kvöld en þetta var fyrsti heimaleikur KA í efstu deild síðan árið 2004.

Yfir eitt þúsund manns mættu á Akureyrarvöll í kvöld til að berja KA-liðið augum og er óhætt að segja að þeir hafi svarað kallinu með glæsibrag. KA vann afar verðskuldaðan 2-0 sigur þar sem þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Emil Lyng sáu um markaskorun.

KA deilir toppsætinu með Stjörnunni en bæði lið hafa sjö stig eftir þrjá leiki og eru bæði taplaus en þessi lið mætast einmitt í fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar. Næsta verkefni KA-manna er hinsvegar í Borgunarbikarnum þar sem þeir fá Inkasso-deildarlið ÍR í heimsókn á Akureyrarvöll næstkomandi miðvikudag.

KA 2 – 0 Fjölnir

1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’19)
2-0 Emil Lyng (’58)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó