Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí kl. 20.30, stígur Dana Ýr á stokk á Molasykri í Ungmennahúsinu Rósenborg. Dana Ýr lærði vísnasöng og tónlist í Lýðháskólanum Nordiska Folkhogskolan í Kungalv í Svíþjóð og ber skólanum góða söguna.
Nú er Dana Ýr komin heim og ætlar að deila með okkur tónlist sinni. Eftir að hún eignaðist börnin sína varð tónlist hennar örlítið mýkri þannig að við eigum von á fallegri stemmningu annað kvöld í Ungmennahúsinu Rósenborg kl 20.30.
Molasykur er vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk til að stíga á stokk og taka upp tónlist sína í vímulausu umhverfi.
UMMÆLI