Framkvæmdastjórar Þórs og KA sendu í hádeginu frá sér yfirlýsingu þess efnis að samstarf félaganna um rekstur Akureyri handboltafélags hafi verið slitið.
Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.
KA hefur í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum varðandi karlaliðið en félögin útiloka ekki samstarf á rekstri kvennaflokka.
Haft var samband við nýskipaða stjórn handknattleiksdeildar KA sem vildi ekki tjá sig um framhaldið að svo stöddu og vísaði í yfirlýsinguna.
Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:
.
UMMÆLI