Veðurstofan varar við stormi og snjókomu

Er ekki komið sumar?

Veðurstofan hefur sent frá sér miður sumarlega viðvörun en þar varar hún við stormi sem skellur á landið næstu nótt.

Búist er við ofankomu á norðanverðu landinu og gæti færð spillst. Viðvörun veðurstofu má sjá í heild hér að neðan.

Viðvörun Búist er við stormi (meira en 20 m/s) seint í nótt á Vestfjörðum, en um mest allt land á morgun.
Í nótt hvessir af norðaustri og kólnar. Stormur um mest allt land á morgun með ofankomu fyrir norðan en lengst af rigning um landið sunnanvert. Færð getur auveldlega spillst við svona aðstæður og er fólki bent á að fylgjast náðið með fréttum af færð og veðri.

Sambíó
Sambíó