FH og KA mættust í 2. umferð Pepsi-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði nú í kvöld. KA-menn byrjuðu leikinn frábærlega en eftir rúmar 20 mínútur skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson glæislilegt mark.
Heimamenn náðu þó að jafna leikinn áður en flautað var til hálfleiks en þar var að verki Skotinn Steven Lennon. Kristján Flóki Finnbogason kom svo Íslandsmeisturunum í 2-1 eftir klukkutíma leik.
KA-menn neituðu þó að gefast upp og jöfnuðu leikinn með síðustu snertingu leiksins en þar var að verki Ásgeir Sigurgeirsson, lokatölur 2-2.
UMMÆLI