Þór/KA valtaði yfir Fylki

Með fullt hús stiga

Þór/KA fer heldur betur vel af stað í Pepsi-deildinni en í dag lék liðið sinn fyrsta útileik þegar Fylkiskonur voru heimsóttar í Lautina í Árbæ.

Þór/KA hóf mótið á tveim 1-0 sigrum á heimavelli en í dag raðaði liðið inn mörkum og vann að lokum 1-4 sigur þar sem þær Margrét Árnadóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir sáu um markaskorun en Rakel Leósdóttir gerði mark heimakvenna úr vítaspyrnu.

Fylkir 1 – 4 Þór/KA

0-1 Margrét Árnadóttir (’15)
1-1 Rakel Leósdóttir (’25, víti)
1-2 Andrea Mist Pálsdóttir (’33)
1-3 Hulda Björg Hannesdóttir (’39)
1-4 Hulda Ósk Jónsdóttir (’47)

Næsti leikur Þórs/KA er þann 15.maí næstkomandi þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn á Þórsvöll.

UMMÆLI