Þórsarar steinlágu í Lautinni

Lárus Orri fékk að líta reisupassann.

Inkasso-deild karla í fótbolta hófst um helgina og fengu Þórsarar verðugt verkefni í fyrstu umferð þar sem þeir heimsóttu Fylkismenn í Lautina en Fylkir féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Skemmst er frá því að segja að allt gekk á afturfótunum hjá Þórsurum sem töpuðu 3-1. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik eftir einhver orðaskipti við dómara leiksins.

Fylkir 3 – 1 Þór
1-0 Albert Brynjar Ingason (‘5)
2-0 Oddur Ingi Guðmundsson (’37)
3-0 Andrés Már Jóhannesson (’79)
3-1 Orri Sigurjónsson (’90)
Rautt spjald: Lárus Orri Sigurðsson, Þór (´35)

Næsti leikur Þórs er næstkomandi laugardag þegar Selfoss kemur í heimsókn á Þórsvöll.

UMMÆLI