Framsókn

Ice Cup hefst í dag

Mynd frá Ice Cup 2014: Sigurgeir Haraldsson.

Alþjóðlega krullumótið (e. curling) Ice Cup hefst í skautahöllinni á Akureyri í dag kl. 17.00.
Mótið var sett í gærkvöldi en keppnin hefst í dag og kemur til með að standa fram á laugardag. Þetta er í þrettánda skiptið sem mótið er haldið og hefur þátttakendum farið fjölgandi með hverju ári.

Í ár eru það 18 lið sem keppa, eða 80 manns, en þetta er í fyrsta skiptið sem að vísa þurfti áhugasömum keppendum frá vegna fjölda skráninga. Íslendingar eru í miklum minnihluta á mótinu þrátt fyrir að standa fyrir því, en aðeins sjö lið af 18 eru íslendingar. Aðrir keppendur eru frá Sviss, Svíþjóð, Kanada, Bandaríkjunum og Englandi.

VG

UMMÆLI