NTC

Starf Félagsmiðstöðva Akureyrar verðlaunað

Vilborg Hjörný og Guðmundur Óli starfsmenn Félak til hægri, með viðurkenningarnar / Mynd: Samfes.is

Aðalfundur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, var haldinn á Akureyri 27. apríl. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni á vettvangi frítímans. Viðurkenningar voru veittar í flokkunum Óvænt útkoma, Lært af mistökum og í opnum flokkum.

Félagsmiðstöðvar Akureyrar fengu verðlaunin í flokkunum Lært af mistökum og Óvænt útkoma. Verkefnið Bandýklúbburinn Bína hlaut viðurkenningu í flokknum Lært af mistökum og í Óvænt útkoma var það verkefnið Skólasmiðja sem hlaut viðurkenninguna.

Öll tilnefnd verkefni voru kynnt á fundinum og voru það fulltrúar aðildarfélaga sem kusu hvaða verkefni fengju viðurkenningu. Í opnum flokki fengu þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel viðurkenningu fyrir verkefnið „Fokk me – Fokk you“.

Skólasmiðjan er samstarfsverkefni Samfélags- og mannréttindadeildar, skóladeildar og fjölskyldudeildar. Þjónustan er veitt af starfsfólki félagsmiðstöðvanna og fer fram í Rósenborg. Skólasmiðjan er ætluð einstaklingum sem ekki geta nýtt sér hefðbundinn skóla og leitað hefur verið allra leiða til úrbóta innan skólans. Foreldrar viðkomandi barns sækja um í samráði við starfsmann Barnaverndar og deildarstjóra í heimaskóla.

 

Sambíó

UMMÆLI