Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Grenivík og Akureyri

Í gær, þriðjudaginn 2.maí, framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í einbýlishúsi á Grenivík og stöðvaði þar umfangsmikla kannabisræktun. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lagt var hald á rúmlega tvö kíló af marijúana, tilbúnu til dreifingar en í húsinu voru um 50 plöntur í ræktun og 30 græðlingar. Einn var handtekinn í húsinu og játaði hann að hafa staðið að ræktuninni og hafa ætlað að selja afraksturinn.

Innan við ár er síðan önnur kannabisræktun var stöðvuð í þessu sama húsi, sem stendur við Ægissíðu á Grenivík.

Fyrir um mánuði síðan stöðvaði lögreglan á Akureyri kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Akureyri. Þar var umfang ræktuninar svipað, um 40 plöntur og 40 græðlingar. Umbúnaðurinn í kringum þá ræktun var mikill og voru plönturnar orðnar mjög stórar. Einn maður var handtekinn í þeim aðgerðum og hafa skýrslur verið teknar af tveimur í viðbót. 

Frá ræktuninni á Akureyri // mynd af Facebook síðu lögreglunnar

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó